Vegghillur
Kaupleiðbeiningar
Öryggi
Veggir eru mismunandi og þurfa því mismunandi festingar. Notaðu festingar sem henta veggjum heimilisins, seldar sér. Hafðu samband við næstu byggingavöruverslun ef þú ert ekki viss um hvaða tegund af festingum þú átt að nota.
Gott að vita
Burðarþol hillu er 10 kg þegar notaðir eru tveir hilluberar og 20 kg þegar notaðir eru þrír. Við mælum með að notaðir séu þrír hilluberar fyrir 120 cm hillur þegar hægt er. Það er til að koma í veg fyrir að hillan svigni. Dreifðu þunganum jafnt um hilluna.
Hillur fyrir hvað sem er
Með mismunandi hillum og hilluberum færð þú sveigjanleika til að setja saman hillu sem hentar þér hvar sem þú vilt. Hvort sem hún er lítil eða stór og hvar sem þú vilt koma henni fyrir, til dæmis á mjóum gangi eða yfir húsgagni. Hillurnar henta alls staðar á heimilinu nema þar sem er mikill raki. Láttu því sköpunargleðina ráða för.
Vörur sem sýndar eru hér gætu verið ófáanlegar tímabundið í versluninni. Vinsamlega hafðu samband við starfsfólk okkar eða kíktu á IKEA.is til að fá nánari upplýsingar. Til að fá ítarlegri upplýsingar um vörurnar er hægt að skoða verðmiðann á vörunni eða vefinn okkar. Allar einingar þarf að setja saman.
Leiðarvísir fyrir veggfestingar
Ef veggefnið er ekki á listanum, eða ef þú ert í vafa um hvaða skrúfur/festingar eigi að nota, ættir þú að leita ráða í byggingavöruverslun.
Við viljum öll að heimilið sé öruggur staður. Það er þó staðreynd að inni á heimilinu leynast víða slysahættur sem börnum getur stafað hætta af. Saman getum við komið í veg fyrir slys og gert heimilið öruggara. Nánari upplýsingar má finna á IKEA.is.
- Öryggið fyrst! Notaðu öryggisfestingarnar sem fylgja vörunni, auk réttra skrúfna/festinga fyrir veggina þína. Upplýsingar um nauðsynleg verkfæri má finna í samsetningarleiðbeiningunum.
- Settu aldrei sjónvarp eða aðra þunga hluti ofan á kommóðu eða annað húsgagn sem ekki er sérstaklega ætlað til þess.
- Settu þyngstu hlutina í neðstu skúffurnar.
- Leyfðu aldrei börnum að klifra á eða hanga í skúffum, hurðum eða hillum.
Veggefni: Gifsveggur eða veggur úr spónaplötum með stoðum.
Festing: Skrúfan er skrúfuð beint í stoðina. Til dæmis 5 mm viðarskrúfa úr TRIXIG skrúfu- og veggtappasettinu.
Veggefni: Múrveggur.
Festing fyrir gegnheilan vegg: Veggtappi með skrúfu. Til dæmis 8 mm veggtappi úr TRIXIG skrúfu- og veggtappasettinu.
Veggefni: Gifsveggur eða veggur úr spónaplötum án stoða.
Festing: Veggtappi með skrúfu. Til dæmis 8 mm veggtappi úr TRIXIG skrúfu- og veggtappasettinu.
Festing fyrir holan vegg: Skrúfa fyrir holrúm.
Samsetningar
Veldu hillu og hillubera og raðaðu saman eins og þú vilt. Þau fást í ýmsum stærðum auk þess sem hægt er að saga sumar hillurnar niður í æskilega stærð sem gerir það að verkum að þú getur fundið hillu sem passar nánast hvar sem er. Hér eru nokkrar tillögur.
BURHULT/SIBBHULT vegghilla.
Heildarmál: B59×D20×H20 cm.
Samsetning: Hvítt/hvítt
Það sem þú þarft í þessa samsetningu:
- BURHULT hilla, 59×20 cm, hvítt
- SIBBHULT hilluberar, 18×18 cm, hvítt
Vörunúmer: 893.259.63
BERGSHULT/GRANHULT vegghilla.
Heildarmál: B80×D20×H12 cm.
Samsetning: Hvítt/nikkelhúðað, Svarbrúnt/nikkelhúðað
Það sem þú þarft í þessa samsetningu:
- BERGSHULT hilla, 80×20 cm, hvítt eða svarbrúnt
- GRANHULT hilluberar, 20×12 cm, nikkelhúðað
Vörunúmer: 392.908.24, 392.908.19
BERGSHULT/TOMTHULT vegghilla.
Heildarmál: B80×D20×H27 cm.
Samsetning: Hvítt/hvítt
Það sem þú þarft í þessa samsetningu:
- BERGSHULT hilla, 80×20 cm, hvítt
- TOMTHULT hilluberar, 18×24 cm, hvítt
Vörunúmer: 794.183.21
BERGSHULT/SANDSHULT vegghilla.
Heildarmál: B80×D20×H34 cm.
Samsetning: Hvítt/ösp, Hvítt/hvíttuð ösp, Svarbrúnt/ösp, Svarbrúnt/hvíttuð ösp
Það sem þú þarft í þessa samsetningu:
- BERGSHULT hilla, 80×20 cm, hvítt eða svarbrúnt
- SANDSHULT hilluberar, 18×22 cm, ösp eða hvíttuð ösp
Vörunúmer: 293.260.41, 093.260.42, 793.260.29, 593.260.30
EKBY ALEX/RAMSHULT vegghilla með skúffum.
Heildarmál: B119×D29×H43 cm.
Samsetning: Hvítt/hvítt, Hvítt/svart
Það sem þú þarft í þessa samsetningu:
- EKBY ALEX hilla með skúffum, 119×29 cm, hvítt
- RAMSHULT hilluberar, 20×30 cm, hvítt eða svart
Vörunúmer: 392.909.56, 092.909.53
BURHULT/SIBBHULT vegghillur.
Heildarmál: B59×D20×H45 cm.
Samsetning: Hvítt/hvítt
Það sem þú þarft í þessa samsetningu:
- BURHULT hillur, 59×20 cm, hvítt
- SIBBHULT hilluberar, 18×18 cm, hvítt
Vörunúmer: 093.260.99
Allar hillur
BURHULT hilla, 59×20 cm.
Þykkt: 1,5 cm. Notaðu með tveimur hilluberum, bilið á milli þeirra þarf að vera minnst 50 cm. Burðarþol 10 kg.
Hvítt: 804.000.42
BERGSHULT hilla, 120×30 cm.
Þykkt: 2,5 cm. Notaðu með tveimur eða þremur hilluberum, bilið á milli þeirra má vera mest 80 cm. Burðarþol 10 kg með tveimur hilluberum og 20 kg með þremur. Önnur langhliðin á BERGSHULT hillunni er útskorin og hin slétt - þú getur valið.
Hvítt: 304.212.35
Svarbrúnt: 804.262.83
Grádrappað: 905.576.26
BERGSHULT hilla, 80×20 cm.
Þykkt: 2,5 cm. Notaðu með tveimur hilluberum, bilið á milli þeirra þarf að vera minnst 70 cm. Burðarþol 10 kg. Önnur langhliðin á BERGSHULT hillunni er útskorin og hin slétt - þú getur valið.
Hvítt: 704.212.38
Svarbrúnt: 304.262.85
Grádrappað: 105.576.30
TRANHULT hilla, 80×20 cm.
Þykkt: 2,4 cm. Notaðu með tveimur hilluberum, bilið á milli þeirra þarf að vera minnst 70 cm. Burðarþol 10 kg. Önnur langhliðin á hillunni er sniðskorin og hin slétt, þannig getur þú valið um útlit eftir þínum smekk.
Ösp: 103.998.86
Hvíttuð ösp: 304.546.74
BERGSHULT hilla, 80×30 cm.
Þykkt: 2,5 cm. Notaðu með tveimur hilluberum, bilið á milli þeirra þarf að vera minnst 70 cm. Burðarþol 10 kg. Önnur langhliðin á BERGSHULT hillunni er útskorin og hin slétt – þú getur valið.
Hvítt: 404.000.44
Svarbrúnt: 004.262.82
Grádrappað: 305.576.34
TRANHULT hilla, 120×30 cm.
Þykkt: 2,4 cm. Notaðu með tveimur eða þremur hilluberum, bilið á milli þeirra má vera mest 80 cm. Burðarþol 10 kg með tveimur hilluberum og 20 kg með þremur. Önnur langhliðin á TRANHULT hillunni er útskorin og hin slétt - þú getur valið.
Ösp: 804.549.02
Hvíttuð ösp: 604.548.99
BERGSHULT hilla, 120×20 cm.
Þykkt: 2,5 cm. Notaðu með tveimur eða þremur hilluberum, bilið á milli þeirra má vera mest 80 cm. Burðarþol 10 kg með tveimur hilluberum og 20 kg með þremur. Önnur langhliðin á BERGSHULT hillunni er útskorin og hin slétt - þú getur valið.
Hvítt: 504.212.39
Svarbrúnt: 604.262.84
Grádrappað: 805.576.22
EKBY ALEX hilla með skúffum, 119×29 cm.
Þykkt: 11,5 cm. Notaðu með tveimur hilluberum, bilið á milli þeirra má vera mest 80 cm. Burðarþol 20 kg.
Hvítt: 201.928.28
Allir hilluberar
GRANHULT hilluberi, nikkelhúðað.
2 í pakka. Hilluberarnir hylja brúnir hillunnar og því getur þú sagað af hillunni án þess að sárið sjáist. Passar fyrir 2,5 cm þykkar hillur. Skrúfur til að festa hilluna við hilluberann eru innifaldar. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
20×12 cm: 504.305.35
30×12 cm: 304.305.36
RAMSHULT hilluberi, 20×30 cm.
Má snúa við; passar bæði fyrir 20 cm og 30 cm djúpar hillur. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
Hvítt: 803.998.97
Svart: 504.212.44
Grádrappað: 205.576.39
SIBBHULT hilluberi, 18×18 cm.
Má snúa við; passar bæði fyrir 20 cm og 30 cm djúpar hillur. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
Hvítt: 104.177.34
PERSHULT hilluberi.
Passar fyrir 2,5 cm þykkar hillur. Skrúfur til að festa hilluna við hilluberann eru innifaldar. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
20×30 cm: 104.305.18
30×30 cm: 203.998.95
SANDSHULT hilluberi, 18×22 cm.
Má snúa við; passar bæði fyrir 20 cm og 30 cm djúpar hillur. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
Ösp: 603.999.02
Hvíttuð ösp: 504.564.03
TOMTHULT hilluberi, 18×24 cm.
Má snúa við; passar bæði fyrir 20 cm og 30 cm djúpar hillur. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
Hvítt: 403.998.99
KROKSHULT hilluberi, 18×24 cm.
Má snúa við; passar bæði fyrir 20 cm og 30 cm djúpar hillur. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
Svart: 403.999.03
FÖRLAGGARE hilluberi, 18×25 cm.
Má snúa við; passar bæði fyrir 20 cm og 30 cm djúpar hillur. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
Hvítt: 605.501.98
Svart: 105.837.14
Svona velur þú
BURHULT hilla 59×20 cm | BERGSHULT hilla 80×20 cm | BERGSHULT hilla 80×30 cm | BERGSHULT hilla 120×20 cm | BERGSHULT hilla 120×30 cm | TRANHULT hilla 80×20 cm | TRANHULT hilla 120×30 cm | EKBY ALEX hilla með skúffum 119×29 cm | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
GRANHULT hilluberi 20×12 cm | ● | |||||||
GRANHULT hilluberi 30×12 cm | ● | ● | ||||||
PERSHULT hilluberi 20×30 cm | ● | ● | ● | ● | ||||
PERSHULT hilluberi 30×30 cm | ● | ● | ● | |||||
SANDSHULT hilluberi 18×22 cm | ● | ● | ● | ● | ● | ● | ||
RAMSHULT hilluberi 20×30 cm | ● | ● | ● | ● | ● | ● | ||
SIBBHULT hilluberi 18×18 cm | ● | |||||||
TOMTHULT hilluberi 18×24 cm | ● | ● | ● | ● | ||||
KROKSHULT hilluberi 18×24 cm | ||||||||
FÖRLÄGGARE hilluberi 18×25 cm |
Allar vegghillur
Ertu að leita að tilbúinni vegghillu? Við bjóðum upp á úrval af vegghillum í mismunandi stærðum og gerðum sem passa vel með öðrum húsgögnum.
GULLHULT vegghilla, 30×21 cm.
Hæð: 40 cm. Burðarþol/hilla: 6 kg. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
Svart/fura antíkáferð: 804.177.35
SVENSHULT vegghilla, 60×20 cm.
Hæð: 35 cm. Burðarþol: 10 kg. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
Grágrænt: 905.572.59
LACK vegghilla, 110×26 cm.
Þykkt: 5 cm. Burðarþol 5 kg á gifsvegg og 15 kg á viðar- eða steinvegg. Renndu hillunni á meðfylgjandi festingu þegar hún hefur verið fest á vegginn. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér. Passar við önnur húsgögn í LACK línunni.
Hvítt: 902.821.80
Svarbrúnt: 401.036.33
Svarblátt: 105.954.20
LACK vegghilla, 30×26 cm.
Þykkt: 5 cm. Burðarþol: 3 kg. Passar við önnur húsgögn í LACK línunni. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér.
Hvítt: 502.821.77
Svarbrúnt: 404.305.88
Rautt: 705.954.17
LACK vegghilla, 30×190 cm.
Dýpt: 28 cm. Heildarburðarþol 25 kg. Burðarþol/hillu 3 kg. Hægt að hengja upp bæði lárétt og lóðrétt. Skrúfur til að festa á vegg eru seldar sér. Passar með öðrum vörum í LACK línunni.
Hvítt: 602.821.86
Svarbrúnt: 804.305.91