FUJITSU ASYA(G) Leiðbeiningar um notkun fjarstýringar
Brand: FUJITSU
Model: ASYA(G) / AWYZ14
Að nota fjarstýringuna (Using the Remote Control)
Beina fjarstýringunni að móttakara í innihluta varmadælunnar til þess að hún virki. Hámarksdrægni er 7 metrar.
Þegar aðgerð er valin með fjarstýringu heyrist lágt píp frá innihlutanum og ljós blikkar sem staðfestir móttöku boðanna.
ATH! Ef ekkert píp heyrist hafa boðin ekki verið móttekin. Þrýsta þarf aftur á hnappinn.
Image Description: A Fujitsu remote control with a display showing temperature (e.g., 28°C), mode icons (COOL, HEAT, DRY, FAN), fan speed indicator, and clock. Prominent buttons include MASTER CONTROL, FAN CONTROL, CLOCK, STOP/START, SET TEMP, COOL, HEAT, DRY, AUTO, FAN, SLEEP.
Virkni varmadælunnar valin (Selecting Air Conditioner Function)
Fimm aðgerðahnappar stýra virkni varmadælunnar:
- HEAT: Upphitun - Varmadælan hitar.
- COOL: Kæling - Varmadælan kælir.
- DRY: Þurrkun - Notað til að draga raka úr innilofti.
- AUTO: Sjálvirk keyrsla - Varmadælan skiptir sjálf milli hitunar eða kælingar eftir hitastigi.
- FAN: Blástur - Aðeins er kveikt á blæstrinum til að hreyfa loftið inni. Varmadælan gengur ekki til hitunar eða kælingar.
Um stillingarnar (About the Settings)
Upphitun (Heating): Þegar varmadælan er ræst á upphitun gengur innihlutinn mjög hægt í 3-5 mínútur. Þessi tími líður til að dælan nái að hita kælimiðilinn áður en hún keyrir upp viftuhraðann. Hún fer svo á meiri hraða og hægir ekki á sér fyrr en það hitastig sem valið er nálgast.
Kæling (Cooling): Ef verulega heitt er í veðri er mögulegt að láta varmadæluna kæla rýmið. Þá verður að gera ráðstafanir vegna þéttivatns sem rennur úr affallsröri neðan úr innihlutanum.
Þurrkun (Drying): Þessa aðgerð má nota til að eyða raka í rýminu. Varmadælan stjórnar sjálf hitun og kælingu. Við þurrkun gengur varmadælan hægt og kann að stöðvast öðru hvoru til að jafna rakann í rýminu. Innihlutinn getur líka gengið mjög hægt meðan kerfið er að jafna rakann. Þessa stillingu er ekki hægt að nota til hitunar eða kælingar.
Sjálfvirk keyrsla (Auto): Notað í rýmum og á svæðum þar sem miklar hitasveiflur eru. Ekki er mælt með notkun þessarar stillingar við íslenskar aðstæður. En ef hún er notuð verður að huga að frágangi drenrörs vegna þéttivatns.
Blástur (Fan): Notað til að koma af stað loftstreymi í rýminu án hitunar og kælingar.
SET TEMP. Stilling hitastigs (Temperature Setting)
Ýtið á SET TEMP hnappinn upp eða niður:
- Ýtið á ör upp ⬆️ til að hækka hitann.
- Ýtið á ör niður ⬇️ til að lækka hitann.
Veljanlegt hitasvið (Selectable Temperature Range)
Stilling (Setting) | Hitastig (Temperature) |
---|---|
Hitun (Heating) | 16-30 °C |
Kæling/Þurrkun (Cooling/Drying) | 18-30 °C |
AUTO | 18-30 °C |
Blástur / FAN: Ekki er hægt að velja hitastig í FAN aðgerð (hitastigið kemur ekki fram á fjarstýringu).
FAN CONTROL Stilling viftuhraða (Fan Speed Setting)
Hægt er að stjórna hraða blásarans í innihlutanum með hnappnum Fan control. Í hvert sinn sem ýtt er á hnappinn breytist viftuhraðinn eins og sést á myndinni hér að neðan.
Image Description: A Fujitsu remote control showing fan speed options on its display, with buttons like FAN CONTROL, AUTO, HI-POWER, SUPER QUIET, ECONOMY, AIR DIRECTION, SWING.
- AUTO: Algengasta stilling blásarahraðans og sú sem mælt er með við keyrslu varmadælunnar til hitunar. Gott er þó að hafa þann möguleika að geta handstýrt viftuhraðanum, t.d. getur verið gott að hægja á blæstrinum ef setið er undir innihluta varmadælunnar, eða gera meiri hraða ef þörf er á auknum loftskiptum eða betri dreifingu hitans þegar varmadælan er nálægt óskaðu hitastigi og gengur þar af leiðandi hægt á litlum afköstum.
- SUPER QUIET (Hljóðlát virkni): Ef þörf er á að hafa algjöra kyrrð í rýminu er hægt að velja aðgerð sem heitir SUPER QUIET með því að styðja á viðkomandi hnapp. Ljósið á innihlutanum fyrir SUPER QUIET virknina lýsir, en engin breyting sést á fjarstýringu. Hljóðlát virknin byrjar. Loftblástur frá dælu minnkar og afköst viðkomandi aðgerðar (hvort sem um er að ræða upphitun, kælingu eða þurrkun) minnka talsvert. Super quiet virknina er hægt að stöðva með því að styðja á hnappinn til að breyta blásarahraðanum, stilla á Hi-Power aðgerðina eða slökkva með fjarstýringunni. Þegar varmadælan er ræst aftur kemur hún upp á sama hraða og stilltur var í upphafi.
- HI-POWER (Öflug virkni): Með þessari stillingu gengur varmadælan á fullum afköstum óháð hitagildinu í fyrirfram forritaðan tíma, notað ef þörf er á snöggri upphitun.
- ECONOMY (Sparnaðar stilling): Með þessari stillingu gengur varmadælan á fyrirfram forrituðu sparnaðar kerfi. Athugið að þetta hefur í för með sér minni afköst óháð því hvaða virkni er valin.
- COIL DRY (Þurrkun innihluta): Með þessari stillingu er leitast við að eyða raka úr innihlutanum sérstaklega ef varmadælan hefur verið lengi á kælingu eða staðið lengi. Þetta er gert til að varna sveppamyndun í hitaranum.
- FILTER (Síu hreinsun): Með þessum hnappi er hægt að keyra síuhreinsun handvirkt. Notast sérstaklega ef vænta má mjög mikilla óhreininda í umhverfinu.
Stilling loftflæðis AIR DIRECTION / SWING (Airflow Setting)
Þessir hnappar stilla stefnu loftflæðisins upp/niður eða til hliðanna. Swing hnappurinn lætur loftristarnar hreyfast sjálfvirkt. Þessi stillingu er frekast að nota við keyrslu vélarinnar í kælingu.
Megin reglan er sú að við hitun beina ristarnar loftflæðinu að gólfinu en í kælingu beint fram frá innihlutanum.
Stilla klukku (Setting the Clock)
- Ýtið á CLOCK ADJUST hnappinn. Notið penna eða oddhvassan hlut.
- Notið + / - SET TIME hnappana til að stilla klukkuna. ⬆️ til að flýta klukkunni, ⬇️ til að seinka klukkunni.
- Klukkan færist um eina mínútu í senn í hvert sinn sem ýtt er á hnappinn. Ef hnappurinn er haldið niðri flýtir hún sér um 10 mín. í senn.
- Ýtið á SET hnappinn. Stillingin er nú lokið.