Kaupleiðbeiningar KNOXHULT eldhús

Umhirða

Hreinsaðu með hreinum, rökum klút eða með hreinsiefni sem inniheldur ekki svarfefni. Þurrkaðu með hreinum klút. Hreinsaðu fleti úr ryðfríu stáli eftir notkun með svampi og hreinni tusku. Notaðu hreinsiefni sem inniheldur ekki svarfefni ef nauðsyn krefur. Strjúktu alltaf eftir lengdinni.

Öryggi

Veggir eru mismunandi og þurfa því mismunandi skrúfur og festingar. Notaðu skrúfur og aðrar festingar sem henta veggjum heimilisins, seldar sér.

Gott að vita

Hægt er að stilla lamirnar lóðrétt, lárétt og á dýptina. Það auðveldar þér að festa hurðina á réttan stað. Hurðina má festa hægra eða vinstra megin. Stendur stöðugt, líka á ójöfnu gólfi, þar sem fæturnir eru stillanlegir.

Eldhússkápár á góðu verði

Ertu að leita að einföldu eldhúsi sem sameinar gæði og gott verð? Í KNOXHULT línunni eru fimm eldhússkápar með hurðum, skúffum og hillum. Allir skáparnir eru klæddir rispuþolinni þynnu, sem auðvelt er að þrífa, að innan og utan. Vinnusvæðið er í hefðbundinni 61 cm dýpt. Bættu við LAGAN heimilistækjum og vaski og blöndunartækjum að eigin vali – ásamt hnúðum og höldum.

Vörur sem sýndar eru hér gætu verið ófáanlegar tímabundið í versluninni. Vinsamlega hafðu samband við starfsfólk okkar eða kíktu á IKEA.is til að fá nánari upplýsingar. Til að fá ítarlegri upplýsingar um vörurnar er hægt að skoða verðmiðann á vörunni eða vefinn okkar. Allar einingar þarf að setja saman.

[Illustration showing a KNOXHULT kitchen layout with base cabinets, wall cabinets, countertop, sink, and appliances.]

Fullbúið eldhús

Eldhússkáparnir eru með borðplötu, hillum, skúffum, lömum, sökkli, vaski, vatnslási og blöndunartækjum. Einungis þarf að bæta við heimilistækjum, hnúðum og höldum að eigin vali. Við mælum með LAGAN heimilistækjum (sjá bls. 3) en einnig er hægt að nota önnur heimilistæki úr vöruúrvali okkar.

Fullbúið KNOXHULT eldhús - Hvítt

Vörunúmer: 191.804.64

Heildarmál: B182×D61 cm

[Illustration showing a kitchen layout with base cabinets, wall cabinets, countertop, sink, and appliances.]

Einingar sem þarf í þessa samsetningu:

  • FYNDIG vaskur, einfaldur, 45×39 cm (1 stk.)
  • KNOXHULT veggskápur með hurðum, 120 cm (1 stk.)
  • LAGAN blöndunartæki (1 stk.)
  • KNOXHULT grunnskápur með hurðum og skúffu, 120 cm (1 stk.)
  • LILLVIKEN vatnslás/sigti fyrir eitt hólf (1 stk.)

Fullbúið KNOXHULT eldhús - Hvítt

Vörunúmer: 691.804.66

Heildarmál: B182×D61 cm

[Illustration showing a kitchen layout with base cabinets, wall cabinets, countertop, sink, and appliances.]

Einingar sem þarf í þessa samsetningu:

  • FYNDIG vaskur, einfaldur, 45×39 cm (1 stk.)
  • KNOXHULT veggskápur með hurðum, 120 cm (1 stk.)
  • LAGAN blöndunartæki (1 stk.)
  • KNOXHULT grunnskápur með hurðum og skúffum, 180 cm (1 stk.)
  • LILLVIKEN vatnslás/sigti fyrir eitt hólf (1 stk.)

Fullbúið KNOXHULT eldhús - Hvítt

Vörunúmer: 491.804.67

Heildarmál: B220×D61 cm

[Illustration showing a kitchen layout with base cabinets, wall cabinets, countertop, sink, and appliances.]

Einingar sem þarf í þessa samsetningu:

  • FYNDIG vaskur, einfaldur, 45×39 cm (1 stk.)
  • KNOXHULT veggskápur með hurðum, 120 cm (1 stk.)
  • LAGAN blöndunartæki (1 stk.)
  • KNOXHULT grunnskápur með hurðum og skúffum, 180 cm (1 stk.)
  • KNOXHULT grunnskápur með skúffum, 40 cm (1 stk.)
  • KNOXHULT veggskápur með hurð, 40×75 cm (1 stk.)
  • KNOXHULT veggskápur með hurð, 60×60 cm (1 stk.)
  • LILLVIKEN vatnslás/sigti fyrir eitt hólf (1 stk.)

Allar einingar

Eldhússkáparnir eru úr 16 mm þykkum spónarplötum og hurðir og skúffuframhliðar eru klæddar hvítri melamínþynnu. Grunnskáparnir eru með borðplötu með eikaráferð. Borðplata, hillur, skúffur, lamir og sökklar fylgja. Einungis þarf að bæta við heimilistækjum, hnúðum og höldum til að fullklára eldhúsið.

KNOXHULT grunnskápur með hurðum og skúffu

122×61×90 cm. Breidd skápa 120 cm.

Hægt að bæta við vaski. Í skápnum eru tvær stillanlegar hillur og því er hægt að aðlaga hirsluna eftir þörfum. Skáparnir og framhliðarnar eru klædd með þynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa. Með stillanlegum lömum er auðvelt að festa hurðina á réttan stað. Hægt að stilla hæð, dýpt og breidd þeirra. Fæturnir eru stillanlegir og því stendur skápurinn stöðugur, einnig á ójöfnu gólfi. Skúffa með skúffustoppara. Borðplatan stendur út fyrir skápana, um 1 cm á hverri hlið.

Hvítt, Vörunúmer: 303.267.90

[Illustration of a KNOXHULT base cabinet with doors and drawers.]

KNOXHULT grunnskápur með hurðum og skúffum

L182×D61×H91 cm. Breidd skápa 180 cm.

Hægt að bæta við vaski. Í skápnum eru tvær stillanlegar hillur og því er hægt að aðlaga hirsluna eftir þörfum. Skáparnir og framhliðarnar eru klædd með þynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa. Með stillanlegum lömum er auðvelt að festa hurðina á réttan stað. Hægt að stilla hæð, dýpt og breidd þeirra. Fæturnir eru stillanlegir og því stendur skápurinn stöðugur, einnig á ójöfnu gólfi. Borðplatan stendur út fyrir skápana, um 1 cm á hverri hlið. Ætlað fyrir ofn. Einnig hægt að bæta við helluborði og/eða vaski.

Hvítt, Vörunúmer: 703.267.88

[Illustration of a KNOXHULT base cabinet with doors and drawers, designed for oven integration.]

KNOXHULT grunnskápur í horn

L122×D61×H91 cm. Breidd skápa 100 cm.

Með grunnskáp í horn getur þú nýtt plássið til fulls og látið KNOXHULT eldhúsið þitt vera L eða jafnvel U-laga. Í skápnum er ein stillanleg hilla og því er hægt að aðlaga hirsluna eftir þörfum. Skáparnir og framhliðarnar eru klædd með þynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa. Með stillanlegum lömum er auðvelt að festa hurðina á réttan stað. Hægt að stilla hæð, dýpt og breidd þeirra. Fæturnir eru stillanlegir og því stendur skápurinn stöðugur, einnig á ójöfnu gólfi. Borðplatan stendur út fyrir skápana, um 1 cm á hverri hlið.

Hvítt, Vörunúmer: 004.861.29

[Illustration of a KNOXHULT corner base cabinet.]

KNOXHULT grunnskápur með skúffum

L42×D61×H91 cm. Breidd skáps 40 cm.

Með skúffustoppurum. Framhliðarnar eru klæddar með þynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa. Fæturnir eru stillanlegir og því stendur skápurinn stöðugur, einnig á ójöfnu gólfi.

Hvítt, Vörunúmer: 903.267.87

[Illustration of a KNOXHULT base cabinet with drawers.]

KNOXHULT veggskápur með hurð

B40×D31×H75 cm.

Með stillanlegri hillu og því hægt að aðlaga eftir þörfum. Hurðin er klædd með þynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa. Hurðina má festa hægra eða vinstra megin.

Hvítt, Vörunúmer: 503.267.89

[Illustration of a KNOXHULT wall cabinet with one door.]

KNOXHULT veggskápur með hurð

B60×D31×H75 cm.

Með stillanlegri hillu og því hægt að aðlaga eftir þörfum. Hurðin er klædd með þynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa.

Hvítt, Vörunúmer: 404.963.10

[Illustration of a KNOXHULT wall cabinet with one door.]

KNOXHULT veggskápur með hurð

B60×D31×H60 cm.

Með stillanlegri hillu og því hægt að aðlaga eftir þörfum. Hurðin er klædd með þynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa.

Hvítt, Vörunúmer: 103.267.91

[Illustration of a KNOXHULT wall cabinet with one door.]

KNOXHULT veggskápur með hurðum

B120×D31×H75 cm.

Með tveim stillanlegum hillum og því hægt að aðlaga eftir þörfum. Hurðirnar eru klæddar með þynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa. Hurðirnar má festa hægra eða vinstra megin.

Hvítt, Vörunúmer: 903.267.92

[Illustration of a KNOXHULT wall cabinet with two doors.]

FYNDIG vaskur, einfaldur

Vaskur úr ryðfríu stáli, sem er hreinlegt, endingargott og slitsterkt efni. Undir vaskinum er hljóðeinangrandi efni sem dregur úr hávaða. Passar í skápa sem eru minnst 50 cm breiðir. Notaðu með LILLVIKEN vatnslás og sigti.

L46×D40 cm.

Ryðfrítt stál, Vörunúmer: 902.021.26

[Illustration of a FYNDIG stainless steel sink.]

LAGAN blöndunartæki

Eitt handfang. Snúningsstútur 360°.

H16 cm.

Krómhúðað, Vörunúmer: 100.850.27

[Illustration of a LAGAN faucet.]

Heimilistæki

LAGAN ofn

Með öllum helstu grunnstillingum. Orkunotkun miðað við venjulega notkun, undir- og yfirhita: 0,82 kWst.

B59,4×D56×H59 cm.

Hvítt, Vörunúmer: 905.479.63

Orkuflokkur: A. Á skalanum A++ (mesta orkunýtni) til D (minnsta orkunýtni).

Yfirhiti: Gerir réttinn stökkan og tryggir jafna eldun á yfirborði hans. Hentar vel fyrir gratín og eftirrétti.

Undirhiti: Hægt að elda botninn betur án þess að brenna yfirborðið. Hentar vel í lok eldunartímans fyrir rétti með stökkum botni og eldun yfir vatnsbaði.

Undir- og yfirhiti: Hærri hiti efst í ofninum og lægri neðst. Hentar vel fyrir hægeldun og gratín.

[Illustration of a LAGAN oven.]

LAGAN veggháfur

Með þremur hraðastillingum. Sogkraftur með útblæstri: 273 m³/klst. Hljóðstyrkur við hámarkshraða með útblæstri: 71 dB (A).

B60×D51×H13 cm.

Hvítt, Vörunúmer: 504.013.83

[Illustration of a LAGAN wall-mounted extractor hood.]

LAGAN veggháfur

Með þremur hraðastillingum. Sogkraftur með útblæstri: 322 m³/klst. Hljóðstyrkur við hámarkshraða með útblæstri: 73 dB (A).

B60×D51×H13 cm.

Ryðfrítt stál, Vörunúmer: 203.889.67

[Illustration of a LAGAN wall-mounted extractor hood.]

LAGAN kæli-/frystiskápur

Hægt er að velja hvort hurðin opnist til hægri eða vinstri. Orkunotkun: 195 kWst/ár. Rúmtak kælis: 115 l. Rúmtak frystis: 59 l.

B47×D54×H150 cm.

Hvítt, Vörunúmer: 105.679.26

Orkuflokkur: E. Á skalanum A (mesta orkunýtni) til G (minnsta orkunýtni).

**** Fjögurra stjörnu frystihólf: Frystir ferskar vörur niður í -18°C eða meira.

[Illustration of a LAGAN refrigerator/freezer combination.]

LAGAN kæliskápur með frystihólfi

Hægt er að velja hvort hurðin opnist til hægri eða vinstri. Orkunotkun: 143 kWst/ár. Rúmtak kælis: 97 l. Rúmtak frystis: 16 l.

B55×D57×H83,2 cm.

Hvítt, Vörunúmer: 305.788.01

Orkuflokkur: E. Á skalanum A (mesta orkunýtni) til G (minnsta orkunýtni).

*** Þriggja stjörnu frystihólf: Frystir ferskar vörur niður í -18°C eða meira.

[Illustration of a LAGAN refrigerator with a freezer compartment.]

LAGAN spanhelluborð

Spanhellurnar færa hitann beint í botninn á pönnunni og kólna hratt niður þegar pannan er fjarlægð. Þannig getur þú auðveldlega stýrt hitanum þegar þú eldar og kemur í veg fyrir að matur brenni við pönnuna og hellurnar.

Hægri hella: 2.000 W. Vinstri hella: 1.200 W. B56×D38×H5,7 cm.

Svart, Vörunúmer: 705.060.96

[Illustration of a LAGAN induction hob.]

PDF preview unavailable. Download the PDF instead.

1743152421 300 Adobe PDF Library 17.0 Adobe InDesign 20.0 (Windows)

Related Documents

Preview IKEA HEMNES Bookcase System Buying Guide
Explore the IKEA HEMNES bookcase system, featuring solid wood furniture for living rooms and workspaces. Discover sideboards, TV benches, cabinets, desks, and storage solutions with detailed descriptions and prices.
Preview IKEA Hvidevarer: Din Komplette Guide til Køkkenapparater
Udforsk IKEA's omfattende produktguide til hvidevarer, der dækker ovne, kogeplader, emhætter, køleskabe, frysere, opvaskemaskiner og vaskemaskiner. Find inspiration og information til dit nye køkken.
Preview IKEA Renton IKEA Family Member Appliance Offers
Discover exclusive IKEA Family member discounts on a wide range of home appliances, including refrigerators, dishwashers, cooktops, ovens, and microwaves, available in-store at IKEA Renton for a limited time.
Preview IKEA Mattress Buying Guide: Find Your Perfect Mattress
Explore IKEA's comprehensive range of mattresses, including firm, medium firm, and plush options. This guide helps customers choose the right mattress, topper, base, and protectors for a comfortable and supportive sleep experience.
Preview IKEA SILVERÅN Bathroom Furniture Buying Guide
Discover the IKEA SILVERÅN bathroom furniture collection, featuring a range of cabinets, sinks, faucets, and accessories designed for style, functionality, and space optimization in your bathroom. Includes care, safety, and product details.
Preview SONGESAND Bedroom Series - IKEA Furniture & Storage Solutions
Discover the IKEA SONGESAND bedroom series, offering timeless design and smart storage solutions. Explore a range of beds, chests of drawers, and wardrobes designed for quality and durability, perfect for creating a cohesive home.
Preview SONGESAND Schlafzimmerserie – Pflege, Sicherheit und Preise
Entdecken Sie die zeitlose SONGESAND Schlafzimmerserie von IKEA mit cleveren Aufbewahrungslösungen, verschiedenen Bettengrößen, Kommoden und Kleiderschränken. Inklusive Pflegehinweise, Sicherheitstipps und einer vollständigen Preisübersicht.
Preview SONGESAND Schlafzimmerserie: Pflege, Sicherheit und Preise – IKEA Kaufhilfe
Entdecken Sie die IKEA SONGESAND Schlafzimmerserie mit zeitlosen Designs und cleveren Aufbewahrungslösungen. Diese Kaufhilfe enthält Pflege- und Sicherheitshinweise sowie eine detaillierte Preisliste für Bettgestelle, Kommoden, Kleiderschränke und ergänzende Produkte.