Kynning og skipulag
Hönnun: Francis Cayoutte og Eva Lilja Löwenhielm
? Gott að vita: ENHET hurðir og skúffuframhliðar eru seldar sér. Þú getur hannað samsetninguna þína frá grunni í teikniforritinu okkar eða valið eina af tilbúnu ENHET baðinnréttingunum. Farðu á bls. 8 til að sjá tilbúnar ENHET baðinnréttingar.
?️ Öryggi: Festa þarf húsgögnin við vegg með meðfylgjandi veggfestingum. Veggir eru mismunandi og þurfa því mismunandi festingar. Notaðu festingar sem henta veggjum heimilisins. Seldar sér. Gættu þess að veggirnir á baðherberginu þoli þyngd vaskaskápsins, annars þarf að setja fætur undir hann.
ENHET er með 10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Minni vandi, meiri tími: Það er einfalt að versla ENHET baðinnréttingar og breyta þeim ef þörf er á, eða ef þig einfaldlega langar til þess. Þú getur valið úr tilbúnum samsetningum á vefnum okkar eða fundið það sem hentar þér best með örfáum smellum. Það er auðvelt og fljótlegt að setja einingarnar saman og þú þarft ekki að nota sérstök verkfæri til þess.
Hönnunin er einstaklega skemmtileg og fæst í nokkrum litum svo þú getur sett saman ENHET baðinnréttingu í þínum stíl. Blanda af opnum og lokuðum hirslum gera þér kleift að hafa allt sem þú þarft innan handar og færir baðherberginu sérstakt útlit. ENHET einingarnar koma í mismunandi breidd og dýpt svo það er auðvelt að aðlaga þær að smærri rýmum.
Vörur geta verið tímabundið ófælanlegar í versluninni. Vinsamlega hafðu samband við starfsfólk í verslun eða kíktu á IKEA.is til að fá nánari upplýsingar. Til að fá ítarlegri upplýsingar um vörurnar er hægt að skoða verðmiðann á vörunni eða vefinn. Smelltu á vörunúmerið til að skoða vöruna á vefnum. Allar einingarnar þarf að setja saman.
Skipulagning baðherbergis
Hvernig á að skipuleggja
Hvað viltu geyma? Byrjaðu á að hugsa um hvað þú vilt geyma inni á baðherberginu. Hugsaðu út í hvað er gert þar inni, til dæmis er þvottur þveginn, farið í sturtu, persónulegu hreinlæti og snyrtingu sinnt. Hversu margir nota baðherbergið og hvenær. Út frá þessum atriðum getur þú skipulagt hversu margar hirslur þú þarft auk þess að ákveða hvort hirslur með skúffum eða hurðum henti betur. Hugaðu að því hversu mikið veggpláss þú hefur því þar getur þú komið fyrir hillueiningum sem taka lítið pláss en rúma mikið af þeim snyrtivörum og búnaði sem eiga heima á baðherberginu.
Hvað hefur þú mikið pláss? Byrjaðu á að ákveða hvar handlaugin á að vera og raðaðu baðinnréttingunni upp út frá því, athugaðu hvort þú sért með nægt veggpláss fyrir aukahirslu eins og háan skáp eða vegghillu. Teiknaðu upp rýmið, mældu breidd og hæð frá gólfi, ef baðherbergið er þröngt getur dýpt innréttingarinnar skipt miklu máli. Þá skaltu hugsa um hvort ENHET skápar henti betur. Vandaðu þig við mælingarnar, athugaðu hvort svæðið í kringum sturtuna og pípulagnirnar geti haft áhrif á innréttinguna.
Viltu tilbúna samsetningu? Við höfum einfaldað kaupin á ENHET baðinnréttingum. Við höfum hannað tilbúnar samsetningar sem þú getur valið eftir að þú hefur ákveðið hvernig hirslu þú þarfnast. Þessar samsetningar eru mjög mismunandi og hafa verið hannaðar með mismunandi þarfir í huga. Þú getur skoðað þessar samsetningar hér í kaupleiðbeiningunum á bls. 7. Hægt er að kaupa þær í versluninni og á IKEA.is.
Hannaðu þína eigin baðinnréttingu
Notaðu upplýsingarnar sem eru í þessum kaupleiðbeiningum til að fylgja þessum einföldu skrefum:
- Veldu grunnskápa: ENHET línan býður upp á skápa og opnar hillueiningar. Opnu hillueiningarnar geta verið notaðar sem vaskaskápar eða hliðargeymslur. Vegghillur bjóða upp á aukið geymslupláss við hliðina á vaskaskápnum. Lokuðu skápanna fást í tveimur útfærslum: með hillu eða tveimur skúffum. Grunnskáparnir eru í stærðum 40, 60 og 80 cm á breidd. Einnig er fáanlegur hár, 180 cm hár og 30 cm breiður skápur. Grunnskáparnir eru fáanlegir í hvítu og gráu. Það er auðvelt að blanda saman lokuðum skápum og opnum hillueiningum í ENHET línunni til að skapa einstaka baðinnréttingu sem passar þínum stíl.
- Veldu aukahluti: Fjölbreytt úrval aukahluta er fáanlegt fyrir ENHET hillueiningar til að auka notagildi og fjölbreytileika. Dæmi eru snagar og slár fyrir handklæði, eða SKATTÅN ílát sem henta vel fyrir snyrtivörur. TAVELÅN bakkar eru tilvaldir fyrir smáhluti eins og hárspennur og skartgripi, og snúningshillan er frábær fyrir naglalökk eða rakvélar með auðveldu aðgengi. Sjáðu alla aukahluti fyrir ENHET á bls. 17.
- Veldu útlit: Veldu lit og útlit framhliðanna. Margir möguleikar eru í boði til að passa við þinn stíl og baðherbergi.
Einingar og samsetningar
Hannað til að passa í rýmið þitt
Það er auðveldara en þú heldur að finna réttu einingarnar. Þessi yfirlitssíða sýnir mismunandi skápa og hillueiningar í ýmsum stærðum sem fást í ENHET línunni. Næstu síður sýna mismunandi einingar og verð.
Skápar
Veggskápur með hillum (H75 cm): Fæst í stærðum B40×D15 cm, B40×D30 cm, B60×D15 cm, B60×D30 cm, B80×D15 cm, B80×D30 cm.
Hár skápur með hillum (H180 cm): Fæst í stærð B30×D30 cm.
Hár skápur með hillum (H210 cm): Fæst í stærð B60×D60 cm.
Grunnskápur fyrir handlaug með hillu (H60 cm): Fæst í stærðum B40×D40 cm, B60×D40 cm, B60×D30 cm, B80×D40 cm.
Grunnskápur fyrir handlaug með tveimur skúffum (H60 cm): Fæst í stærðum B40×D40 cm, B60×D40 cm, B80×D40 cm.
Hillueiningar
Vegghilla (H75 cm): Fæst í stærðum B40×D15 cm, B60×D15 cm, B40×D30 cm, B60×D30 cm.
Hár hillueining (H180 cm): Fæst í stærðum B30×D30 cm, B60×D30 cm.
Hillueining (H60 cm): Fæst í stærðum B40×D40 cm, B60×D40 cm.
Hillueining fyrir handlaug (H60 cm): Fæst í stærð B60×D40 cm.
Hvernig á að setja saman
Hér eru einfaldar leiðbeiningar um hvernig þú setur saman þína eigin ENHET baðinnréttingu. Allar einingar og verð má sjá á bls. 16. Ef þú vilt skoða tilbúnar samsetningar getur þú flett á bls. 7 eða farið á IKEA.is.
Dæmi um samsetningu: ENHET B109 baðinnrétting (140×43×65 cm)
Hlutar sem sýndir eru á mynd:
- 1x ENHET grunnskápur fyrir handlaug með skúffuframhlið, 60×40×60 cm
- 1x ENHET hillueining, 40×40×60 cm
- 2x ENHET veggskápur með spegilhurð, tveimur hillum, 30×75 cm
- 1x ENHET vegghilla, 40×15×75 cm
- 1x TVÄLLEN handlaug, einföld, 64×43×5 cm
- 1x RÄNNILEN vatnslás
- 1x BROGRUND blöndunartæki
Aðrar vörur sem þarf í samsetninguna:
- ENHET slá fyrir snaga, 37 cm, hvítt (Vörunúmer: 104.657.39) - 1 stk.
- ENHET snagar, 6×24 mm, hvítt, 2 í pk. (Vörunúmer: 004.657.54) - 2 stk.
- BILLSBRO höldur, 120 mm, hvítt, 2 í pk. (Vörunúmer: 503.343.03) - 1 stk.
- BILLSBRO höldur, 40 mm, stállitt, 2 í pk. (Vörunúmer: 603.235.92) - 1 stk.
- TAVELÅN bakkar, 2 í pk. (Vörunúmer: 504.657.56) - 1 stk.
ENHET baðherbergissamsetningar
Það hefur aldrei verið auðveldara að fá sér nýja baðinnréttingu. Við höfum raðað ENHET einingum saman í fjölda hentugra samsetninga sem þú getur skoðað og keypt á vefnum. Þú þarft aðeins að finna baðinnréttinguna sem hentar þínum þörfum. Hnúðar og höldur eru innifalin í samsetningunni. Þú getur einnig teiknað upp baðherbergið þitt frá grunni í teikniforritinu á IKEA.is.
B100 – með 44 cm breiðri handlaug: Fullkomin lausn með blöndu af lokuðum og opnum hirslum. Speglaskápurinn færir þér góða yfirsýn – bæði yfir þig og hluti þína. Vegghillan og snagarnir veita þér gott aðgengi að handklæðum og aukahlutum. Fætur innifaldir.
B101 – með 64 cm breiðri handlaug: Fullkomin lausn með blöndu af lokuðum og opnum hirslum. Speglaskápurinn færir þér góða yfirsýn – bæði yfir þig og hluti þína. Vegghillan og snagarnir veita þér gott aðgengi að handklæðum og aukahlutum. Fætur innifaldir.
B103 – með 43 cm djúpri handlaug: Með því að blanda saman opnum og lokuðum hirslum færðu gott pláss fyrir hluti þína og það verður auðveldara að halda skipulagi á þeim. Góður spegill hjálpar þér að byrja daginn.
B104 – með 64 cm breiðri handlaug: Lítið pláss en mikið af dóti? Bæði opnar og lokaðar hillur sem rúma alla hluti þína ásamt aukahlutum fyrir það sem þú vilt hafa við höndina.
B105 – með 64 cm breiðri handlaug: Hafðu allt til sýnis í rúmgóðum opnum hirslum prýddum aukahlutum. Í þessari lausn er auðvelt að finna jafnvel smæstu hluti.
B106 – með 64 cm breiðri handlaug: Sniðug lausn með blöndu af lokuðum og opnum hirslum. Speglaskápurinn geymir smáhlutina á góðum stað og snagarnir halda handklæðum og aukahlutum frá handlauginni.
B107 – með tveimur 64 cm breiðum handlaugum: Þegar allt hirsluplássið er í neðri skápunum fær rýmið létt og opið yfirbragð. Tvær handlaugar gera þér kleift að njóta stundarinnar á þínum eigin tíma.
B108 – með tveimur 44 cm breiðum handlaugum: Þessi samsetning snýst um samhverfu og friðsæla morgna þar sem þú ert með þitt eigið rými inni á sameiginlegu baðherberginu. Hannað fyrir tvo með handhægum aukahlutum sem halda öllu snyrtilegu.
B109 – með 64 cm breiðri handlaug: Þessi samsetning hefur þig í fyrirrúmi með handlaug og speglaskáp svo þú getir lagað þig til og nægu hirslurými fyrir nauðsynjavörur í opnu hirslunum á hliðunum. Þú ert með þetta!
B110 – með 64 cm breiðri handlaug: Þessi samsetning hentar vel ef þú hefur ekkert að fela og vilt hafa allt til sýnis. Bættu við spegli og snögum og þú hefur allt sem þarf.
B111 – með 64 cm breiðri handlaug: Vegghillan er höfð með spegli sem rennur til hliðar. Það er nægt hirslupláss í vaskaskápnum ásamt því að snagar og ílát sem ekki þarf að bora á vegg halda svæðinu í kringum handlaugina snyrtilegu.
B112 – með 64 cm breiðri handlaug: Vegghillan er höfð með spegli sem rennur til hliðar. Það er nægt hirslupláss í vaskaskápnum ásamt því að snagar og ílát sem ekki þarf að bora á vegg halda svæðinu í kringum handlaugina snyrtilegu.
ENHET hirslur
ENHET felur í sér einfaldleika og möguleikann á því að breyta og aðlaga að heimilinu þegar þarfirnar breytast. Það skiptir engu máli hvað framtíðin ber í skauti sér, hversdagslífið verður allt auðveldara þegar hægt er að ganga að hlutunum vísum, sérstaklega þegar gólfpláss er af skornum skammti.
Þess vegna höfum við einnig sett saman þessar viðbótareiningar sem hægt er að bæta við ENHET baðinnréttinguna til að fá aukahirslu, til dæmis, fyrir þvottinn. Nýttu baðherbergið á skilvirkan hátt og veldu einingu sem hentar þínum þörfum.
A100 hirsla, samsetning, 60×32×255 cm: Þessi samsetning nýtir veggplássið vel um leið og hún tekur lítið gólfpláss. Þú getur geymt hlutina þína rykfría á bak við lokaðar hurðir og stillt upp uppáhaldshlutunum þínum í opnu hillunum.
A101 hirsla, samsetning, 120×32×150 cm: Með blöndu af opnum og lokuðum hirslum getur þú valið hvað þú vilt sýna og hvað ekki. Stilltu uppáhaldshlutunum þínum fallega upp og feldu óreiðuna á bak við lokaðar hurðir. Hentug hirsla sem hægt er að koma fyrir nánast hvar sem er á heimilinu.
A102 hirsla, samsetning, 60×32×150 cm: Með blöndu af opnum og lokuðum hirslum getur þú valið hvað þú vilt sýna og hvað ekki. Stilltu uppáhaldshlutunum þínum fallega upp og feldu óreiðuna á bak við lokaðar hurðir. Hentug hirsla sem hægt er að koma fyrir nánast hvar sem er á heimilinu.
A112 hirsla, samsetning, 90×32×180 cm: Með blöndu af opnum og lokuðum hirslum getur þú valið hvað þú vilt sýna og hvað ekki. Stilltu uppáhaldshlutunum þínum fallega upp og feldu óreiðuna á bak við lokaðar hurðir. Hentug hirsla sem hægt er að koma fyrir nánast hvar sem er á heimilinu.
A113 hirsla, samsetning, 40×17×150 cm: Með blöndu af opnum og lokuðum hirslum getur þú valið hvað þú vilt sýna og hvað ekki. Stilltu uppáhaldshlutunum þínum fallega upp og feldu óreiðuna á bak við lokaðar hurðir. Hentug hirsla sem hægt er að koma fyrir nánast hvar sem er á heimilinu.
A114 hirsla, samsetning, 120×32×150 cm: Með blöndu af opnum og lokuðum hirslum getur þú valið hvað þú vilt sýna og hvað ekki. Stilltu uppáhaldshlutunum þínum fallega upp og feldu óreiðuna á bak við lokaðar hurðir. Hentug hirsla sem hægt er að koma fyrir nánast hvar sem er á heimilinu.
A115 hirsla, samsetning, 60×32×180 cm: Þessi rúmgóða hirsla er góður kostur ef þú hefur gott veggpláss en ekki mikið gólfpláss. Hún býður upp á gott rými til að stilla upp uppáhaldshlutunum þínum og skápa þar sem þú getur falið allt annað.
A116 hirsla, samsetning, 80×32×150 cm: Með blöndu af opnum og lokuðum hirslum getur þú valið hvað þú vilt sýna og hvað ekki. Stilltu uppáhaldshlutunum þínum fallega upp og feldu óreiðuna á bak við lokaðar hurðir. Hentug hirsla sem hægt er að koma fyrir nánast hvar sem er á heimilinu.
A117 hirsla, samsetning, 120×32×225 cm: Þessi samsetning nýtir veggplássið vel um leið og hún tekur lítið gólfpláss. Þú getur geymt hlutina þína rykfría á bak við lokaðar hurðir og stillt upp uppáhaldshlutunum þínum í opnu hillunum.
A119 hirsla, samsetning, 60×62×210 cm: Þessi stóri skápur, með tveimur hillum og sex snögum, hentar vel fyrir hreinlætisvörur og þvottaefni. Tvær hurðir gera þér kleift að opna ýmist efri eða neðri hluta skápsins. Bæta þarf við tveimur ENHET fótum, sem seldir eru sér.
A120 hirsla, samsetning, 60×62×210 cm: Þessi stóri skápur, með tveimur hillum, sex snögum og vírgrind, hentar vel fyrir hreinlætisvörur og þvottaefni. Hurðirnar eru festar saman og opnast samtímis. Bæta þarf við tveimur ENHET fótum, sem seldir eru sér.
A121 hirsla, samsetning, 60×62×210 cm: Þessi stóri skápur, með tveimur hillum, fataslá og þremur vírgrindum, hentar vel fyrir hreinlætisvörur og þvottaefni. Tvær hurðir gera þér kleift að opna ýmist efri eða neðri hluta skápsins. Bæta þarf við tveimur ENHET fótum, sem seldir eru sér.
ENHET – Allar einingar og verð
Lokaðir skápar
ENHET veggskápur með tveimur hillum: Tilvalinn fyrir flöskur og krukkur – veitir góða yfirsýn. Gerðu hann að þínum með ENHET hurð sem þér líkar. Skápur með tveimur hillum nýtir rýmið vel og auðveldar aðgengi að hlutum.
- 40×15×75 cm: Hvítt (104.404.47), Grátt (004.404.43)
- 60×15×75 cm: Hvítt (204.404.56), Grátt (404.404.55)
- 80×15×75 cm: Hvítt (404.404.41), Grátt (304.404.51)
ENHET veggskápur með tveimur hillum: Tilvalinn fyrir flöskur og krukkur – veitir góða yfirsýn. Gerðu hann að þínum með ENHET hurð sem þér líkar. Skápur með tveimur hillum fyrir flöskur, krukkur og aðra hluti sem þú notar oft og vilt hafa innan seilingar. Lokaðar hirslur skapa samræmt útlit og færa rýminu meiri röð og reglu en opnar hirslur.
- 40×30×75 cm: Hvítt (104.404.28)
- 60×30×75 cm: Hvítt (504.404.12)
- 80×30×75 cm: Hvítt (604.404.16)
ENHET hár skápur með fjórum hillum: Veitir nægt rými fyrir handklæði og hreinsiefni án þess að taka mikið gólfpláss. Tilvalinn til að nýta veggpláss í litlu rými til hins ýtrasta.
- 30×30×180 cm: Hvítt (104.404.52), Grátt (204.404.42)
ENHET hár skápur með tveimur hillum: Rúmgóður skápur sem rúmar vel fyrirferðarmiklar hreinlætisvörur og þvottaefni. Bættu við tveimur ENHET hurðum (60×75 cm og 60×135 cm), sem seldar eru sér. Gerðu hann að þínum með ENHET hurðum sem þér líka. Þarf að bæta við tveimur ENHET fótum, sem seldir eru sér.
- 60×60×210 cm: Hvítt (005.142.07)
ENHET grunnskápur fyrir handlaug með hillu: Tilvalinn til að fela handklæði og snyrtivörur sem oft eru í óreiðu. Þú færð nóg af hilluplássi og pláss fyrir leiðslur fyrir aftan skápinn.
- 40×40×60 cm: Hvítt (104.404.71), Grátt (504.404.69)
- 60×40×60 cm: Hvítt (304.404.65), Grátt (904.404.72)
- 60×30×60 cm: Grátt (004.623.50)
ENHET grunnskápur fyrir handlaug með tveimur skúffum: Geymdu hluti sem þú notar oft, eins og bómullarskífur, hárbursta og snyrtivörur í efri skúffunni, og aðra hluti á borð við handklæði í neðri skúffunni. Snjöll hönnun með plássi aftan á skápnum fyrir leiðslur án þess að fórna skúffuplássi.
- 40×40×60 cm: Hvítt (004.405.13), Grátt (004.405.08)
- 60×40×60 cm: Hvítt (804.405.09), Grátt (604.405.10)
Fætur fyrir lokaðan skáp
Fæturnir bæta stöðugleika skápanna. Þú getur valið um hvít eða kolgrá svo þeir passi við opnu ENHET hillueiningarnar. Fæturnir eru stillanlegir til að auka stöðugleika eininganna, jafnvel á ójöfnu gólfi.
- ENHET fætur fyrir skáp, 23,5 cm, 2 í pakka. Hægt er að stilla þá frá 22-24,5 cm. Hvítt (704.490.20), Kolgrátt (504.490.21)
- ENHET fætur fyrir skáp, 12,5 cm, 2 í pakka. Hægt er að stilla þá frá 11-13,5 cm. Hvítt (104.490.18), Kolgrátt (904.490.19)
ENHET – Allar einingar
ENHET framhliðar á skápa
ENHET hvítt: Með hvítum hurðum og skúffuframhliðum færð þú hreinlegt, bjart og ferskt yfirbragð sem þú getur blandað með öllum regnbogans litum. Fallegt og sígilt.
ENHET spegill: Það er góð leið að breyta ENHET veggskáp í fullkominn speglaskáp fyrir ofan handlaugina þar sem hann uppfyllir hirsluþarfir þínar ásamt því að tryggja að þú lítir sem best út á hverjum morgni.
ENHET grá fulningahurð: Grár sem grunnlitur færir rýminu hlýlegt og notalegt yfirbragð. Hentar vel ef þú vilt hógværan lit sem passar með öllum húsbúnaði, hvort sem hann er í nútímalegum eða klassískum stíl.
Hurðir
- 30×60 cm: Hvítt (104.521.62)
- 40×60 cm: Hvítt (304.521.56)
- 40×75 cm: Hvítt (304.521.61)
- 60×75 cm: Hvítt (904.521.63)
- 60×135 cm: Hvítt (105.160.17)
- 30×180 cm: Hvítt (204.521.66)
Fulningahurðir
- 30×60 cm: Grátt (804.576.65)
- 40×60 cm: Grátt (404.576.67)
- 40×75 cm: Grátt (204.576.68)
- 60×75 cm: Grátt (804.576.70)
- 30×180 cm: Grátt (604.576.66)
Spegilhurðir
- 30×75 cm: Spegill (504.577.37)
- 40×75 cm: Spegill (904.577.35)
Spegilhurðir með fulningum
- 30×75 cm: Grátt (904.577.40)
- 40×75 cm: Grátt (304.577.38)
Skúffuframhliðar
- 40×30 cm: Hvítt (704.521.64)
- 60×30 cm: Hvítt (804.521.68)
- 80×30 cm: Hvítt (904.521.58)
Skúffuframhliðar með fulningum
- 40×30 cm: Grátt (404.576.72)
- 60×30 cm: Grátt (004.576.74)
- 80×30 cm: Grátt (504.576.76)
ENHET Hillueiningar
ENHET Vegghilla
Opin hillueining með tveimur hillum er tilvalin til að búa til aukahirslupláss fyrir ofan borðplötuna, handlaugina eða hvar sem þú ert með laust veggpláss.
- 40×15×75 cm: Hvítt (704.489.35), Kolgrátt (304.489.37)
- 60×15×75 cm: Hvítt (004.489.67), Kolgrátt (804.489.68)
ENHET Vegghilla
Opin hirsla með tveimur hillum veitir þér góða yfirsýn og þægilegt aðgengi að krukkum, flöskum og hlutum sem þú notar oft.
- 40×30×75 cm: Hvítt (904.489.44), Kolgrátt (604.489.45)
- 60×30×75 cm: Hvítt (204.489.71), Kolgrátt (004.489.72)
ENHET Hillueining, há
Opin hirsla með fimm hillum veitir þér góða yfirsýn og þægilegt aðgengi að skálum, flöskum og hreingerningarefnum.
- 30×30×180 cm: Hvítt (404.489.46), Kolgrátt (204.489.47)
- 60×30×180 cm: Hvítt (804.489.54), Kolgrátt (704.489.64)
ENHET Hillueining
Opin hirsla með tveimur hillum veitir þér góða yfirsýn og þægilegt aðgengi að handklæðum, flöskum og körfum.
- 40×40×60 cm: Hvítt (604.489.50), Kolgrátt (404.489.51)
- 60×40×60 cm: Hvítt (804.489.73), Kolgrátt (604.489.74)
ENHET Hillueining fyrir handlaug
Opin hirsla fyrir handlaug og með tveimur hillum sem veitir þér þægilegt aðgengi að handklæðum og nauðsynjum sem þú notar oft.
- 60×40×60 cm: Hvítt (404.644.70), Kolgrátt (204.644.71)
ENHET Fætur fyrir hillueiningu
Fæturnir lyfta hillueiningunni örlítið og bæta við fallegum eiginleikum við hönnunina. Hægt er að stilla þá frá 22-24,5 cm til að auka stöðugleika, jafnvel á ójöfnu gólfi.
- Hvítt (004.599.13), Kolgrátt (804.599.14)
ENHET Óhreinatauspoki á hjólum
Þvottakarfa á hjólum sem þú getur rúllað hvert sem þarf þegar kemur að því að tæma hana eða fylla.
- 28×55×79 cm, 80 l: Hvítt (105.161.02), Kolgrátt (405.161.05)
Hnúðar og höldur fyrir ENHET – einingar og verð
GUBBARP hnúðar og höldur: Úr hvítu plasti með einföldu og nútímalegu útliti sem passar með mismunandi hurðum og skúffuframhliðum.
- GUBBARP hnúðar, 2 í pakka: 21 mm, Hvítt (803.364.33)
- GUBBARP höldur, 2 í pakka: 116 mm, Hvítt (003.364.32)
BILLSBRO höldur: Með hreinum línum sem gefa skápunum minmalískt og nútímalegt útlit.
- BILLSBRO höldur, 2 í pakka: 40 mm, Hvítt (203.343.14), Stállitt (603.235.92), Kolgrátt (805.761.83)
- 120 mm, Hvítt (503.343.03), Stállitt (703.236.00), Kolgrátt (205.761.81)
- 320 mm, Hvítt (603.343.12), Stállitt (503.235.97), Kolgrátt (005.761.82)
- 520 mm, Hvítt (503.343.17), Stállitt (403.235.93), Kolgrátt (605.761.84)
- 720 mm, Hvítt (103.343.19), Stállitt (703.235.96), Kolgrátt (503.424.78)
BAGGANÄS hnúðar og höldur: Stílhreinar og nútímalegar. Fást í svörtu, látúnslit og ryðfríu stáli, svo þú getir valið það sem passar þínum stíl og heimili best.
- BAGGANÄS hnúðar, 2 í pakka: 21 mm, Svart (903.384.17), Látúnslitt (003.384.12), Ryðfrítt stál (903.384.22)
- BAGGANÄS höldur, 2 í pakka: 143 mm, Svart (803.384.13), Látúnslitt (003.384.07), Ryðfrítt stál (703.384.18); 335 mm, Svart (603.384.14), Látúnslitt (203.384.11), Ryðfrítt stál (503.384.19)
ENERYDA hnúðar og höldur: Hefðbundinn stíll, fást í mismunandi gerðum og í krómhúðuðu, látúni og svörtu – svo þú getir valið það sem hentar þínu heimili best.
- ENERYDA hnúðar, 2 í pakka: 27 mm, Svart (803.475.06), Látúnslitt (403.475.08), Krómhúðað (003.475.10); 35 mm, Svart (003.475.05), Látúnslitt (603.475.07), Krómhúðað (803.475.11)
- ENERYDA höldur, 2 í pakka: 89 mm, Svart (503.475.17), Látúnslitt (903.475.15), Krómhúðað (403.475.13); 112 mm, Svart (703.475.16), Látúnslitt (203.475.14), Krómhúðað (603.475.12)
HACKÅS hnúðar og höldur: Gott grip og mjúk viðkoma, gefa eldhúsinu þínu nýtískulegt yfirbragð.
- HACKÅS hnúðar, 2 í pakka: 15 mm, Kolgrátt (803.397.90)
- HACKÅS höldur, 2 í pakka: 100 mm, Kolgrátt (303.424.79), 300 mm, Kolgrátt (503.424.78)
SKRUVSHULT hnúðar og höldur: Kolgráir með rúnnuðum smáatriðum, færa eldhúsinu hefðbundinn antíkstíl.
- SKRUVSHULT hnúðar, 2 í pakka: 18 mm, Kolgrátt (805.074.82), 26 mm, Kolgrátt (705.074.87)
- SKRUVSHULT höldur, 2 í pakka: 152 mm, Kolgrátt (505.059.55)
Handlaugar fyrir ENHET
Keramikhandlaugar eru þekktar fyrir mjúkar línur og endingargott yfirborð. Vegna vandaðrar framleiðslu úr bestu hráefnum bjóðum við 10 ára ábyrgð á öllum handlaugum. RÄNNILEN vatnslás með sigti, sem seldur er sér, þarf að bæta við. Allar handlaugar er hægt að festa á vaskaskápa eða beint á vegg (64×33 cm, 64×43 cm og 84×43 cm handlaugar).
- TVÄLLEN handlaug, einföld, keramik. Notið með RÄNNILEN vatnslás og sigti, sem seld eru sér. 44×43×5 cm (804.508.24), 64×43×5 cm (504.508.25)
- RÄNNILEN vatnslás fyrir eina skál. Sigti fylgir með. (205.545.32)
Blöndunartæki fyrir ENHET
Blöndunartækin okkar spara vatn og orku þar sem þau eru búin búnaði sem dregur úr vatnsflæði á meðan hann viðheldur þrýstingi.
- BROGRUND blöndunartæki: Krómhúðað (905.320.99)
- ENSEN blöndunartæki: Krómhúðað (205.325.40)
- PILKÅN blöndunartæki: Krómhúðað (505.328.50)
- SALJEN blöndunartæki: Svart (403.854.92)
- GLYPEN blöndunartæki: Krómhúðað (304.423.65)
- BROGRUND blöndunartæki með skynjara: Krómhúðað (004.233.54)
- DALSKÄR blöndunartæki: Krómhúðað (905.321.17), Stállitt (305.325.30)
- HAMNSKÄR blöndunartæki: Svart (305.320.59), Látúnslitt (205.326.96), Krómhúðað (405.327.04)
- LUNDSKÄR blöndunartæki: Svart (305.325.54), Krómhúðað (105.327.34)
- RUNSKÄR blöndunartæki: Látúnslitt (905.328.67), Krómhúðað (205.331.44)
- VOXNAN blöndunartæki: Krómhúðað (005.332.58)
SILVERGLANS LED Lýsing fyrir ENHET
SILVERGLANS LED ljósasettin eru hönnuð fyrir ENHET línuna. Með LED ljósalengju færir þú ENHET baðherberginu bæði nytsamlega lýsingu og þægilegt andrúmsloft – þannig verða morgun- og kvöldrútínurnar rólegri, öruggari og auðveldari. Þú getur notað ljósalengjuna undir ENHET veggskápum sem vinnulýsingu – eða inni í opnum skáp til að fá notalega birtu. Ef þú tengir ljósalengjuna við SILVERGLANS spennubreyti og þráðlausan ljósdeyfi getur þú auðveldlega kveikt og slökkt á lýsingunni eftir þörfum.
- SILVERGLANS spennubreytir, 30 W. Þráðlaus stýring, prófað og samþykkt fyrir baðherbergi, hvítt. (104.747.72)
- SILVERGLANS LED ljósalengja, prófað og samþykkt fyrir baðherbergi.
- 40 cm: Svart (305.286.70), Hvítt (705.286.68)
- 60 cm: Svart (205.292.17), Hvítt (105.292.27)
- 80 cm: (705.293.66)
RODRET þráðlaus dimmir. Með RODRET þráðlausum dimmi getur þú stýrt ljósmagninu án þess að hafa veggfastan dimmi. Þú getur tengt hann við allt að tíu LED ljós sem hægt er að kveikja og slökkva á eða stýra ljósmagninu samtímis. Rafhlöður eru seldar sér. IKEA mælir með LADDA hleðslurafhlöðum, HR03, AAA, 1,2 V. Þú þarft eina rafhlöðu. Aðeins hægt að nota með IKEA Smart lýsingu. Þessi vara er hluti af snjallheimilisvörunum okkar. Tengdu hana ásamt öðrum snjallvörum við DIRIGERA gátt fyrir snjallvörur og IKEA Home smart appið fyrir fleiri aðgerðir og eiginleika.
- STYRBAR fjarstýring: Hvítt (304.883.63), Ryðfrítt stál (104.352.24)
- DIRIGERA gátt fyrir snjallvörur. DIRIGERA gáttin er miðstöð snjallheimilisins því hún gerir þér kleift að tengja snjallvörurnar og stjórna þeim í IKEA Home smart appinu. Hægt er að stjórna snjallheimilinu á ýmsa vegu; með IKEA Home Smart appinu, fjarstýringum, flýtihnöppum, raddstýringu eða hreyfiskynjara. Þú getur stjórnað einstaka tæki, hópi tækjum, herbergjum eða öllu í einu. DIRIGERA gáttin þarf að vera nettengd. Hún tengist við beininn með meðfylgjandi snúru. (105.034.06)
SILVERGLANS/RODRET ljósasett:
- Hvítt (495.367.93), Kolgrátt (095.368.89)
- Hvítt (795.378.66), Kolgrátt (295.555.94)
- Hvítt (795.494.97), Kolgrátt (795.496.33)
ATHUGIÐ! Í sumum löndum má aðeins viðurkenndur rafvirki setja upp raflagnir og rafbúnað. Hafðu samband við viðeigandi stofnun fyrir nánari upplýsingar.
Lýstu upp baðinnréttinguna
Hvernig á að setja saman
Það er afar auðvelt að setja upp SILVERGLANS LED skápalýsinguna. Þegar þú byrjar að setja upp ljósin þarftu að hafa í huga hversu breiðir skáparnir eru. Fyrir 60 cm breiðan skáp þarftu 60 cm SILVERGLANS ljósalengju.
- Byrjaðu á að ákveða hversu margar ljósalengjur þú þarft.
- Bættu við SILVERGLANS LED spennubreyti. Þú getur tengt allt að fimm einingar við spennubreytinn, svo lengi sem heildarmagn rafafls fer ekki upp fyrir 30 W.
- SILVERGLANS spennubreytinn þarf að beintengja. Á sumum stöðum má aðeins viðurkenndur rafvirki setja upp raflagnir og rafbúnað. Hafðu samband við viðeigandi stjórnvöld fyrir nánari upplýsingar.
- Bættu við RODRET þráðlausum dimmi eða STYRBAR fjarstýringu. Tengdu saman ljósdeyfi og SILVERGLANS spennubreyti til að deyfa öll ljósin á sama tíma.
- Ef þú velur eina af tilbúnu ENHET baðinnréttingunum okkar getur þú fundið SILVERGLANS/TRÅDFRI ljósasett sem passar á bls. 20.
Grunneiningar
- SILVERGLANS LED ljósalengjur fyrir baðherbergi.
- SILVERGLANS spennubreytir, Afl: 30 W.
- RODRET þráðlaus ljósdeyfir.
- STYRBAR fjarstýring.
Aukahlutir fyrir snjallstýringu
- DIRIGERA gátt fyrir snjallvörur.
Samsetning
- Vöruheiti
- SILVERGLANS LED ljósalengja fyrir baðherbergi, 60 cm (5,4 W)
- SILVERGLANS LED ljósalengja fyrir baðherbergi, 40 cm (3,4 W)
- SILVERGLANS spennubreytir fyrir baðherbergi, (30 W)
- RODRET þráðlaus dimmir
- Fjöldi
- 1 stk.
- 4 stk.
- 1 stk.
- 1 stk.
Hvernig festir þú SILVERGLANS lýsingu á ENHET
Þú getur fest SILVERGLANS lýsingu á ENHET hirslur á ýmsa vegu eins og sjá má hér að neðan. Ítarlegar leiðbeiningar eru í samsetningarleiðbeiningunum sem fylgja vörunum.
ENHET opnar hirslur
- Ofan á hillueiningu
- Undir hillu
- Fyrir ofan spegil
ENHET skápar
- Ofan á skáp
- Undir skáp
Þjónusta
Við bjóðum upp á breitt úrval af þjónustuleiðum svo þú getur valið hversu mikið þú gerir upp á eigin spýtur og hvaða aðstoð þú færð hjá okkur. Því meira sem þú gerir, því lægra er verðið. Því meira sem þú lætur okkur sjá um, því meira getur þú slakað á!
Nánari upplýsingar um þjónustuleiðir sem í boði eru eru á IKEA.is.
Sendingarþjónusta
Komast vörurnar ekki í bílinn? Við getum sent þér þær heim eða á skrifstofuna. Stundum er vel þegið að aðrir sjái um að setja húsgögnin saman. Við getum aðstoðað þig með flestar vörur.
Samsetningarþjónusta
Stundum er vel þegið að aðrir sjái um að setja húsgögnin saman. Við getum aðstoðað þig með flestar vörur.
Það má skipta um skoðun
Til að fá fullt andvirði vöru endurgreitt í formi inneignarnótu þarf hún að vera ónotuð og í heilum umbúðum. Einnig þarf að sýna kassakvittun eða gjafamiða, sem hægt er að fá við afgreiðslukassann við kaup.
Leiðbeiningar
Nýttu þér fljótlegar og auðveldar leiðir til að nálgast leiðbeiningar varðandi nýja IKEA baðherbergið þitt. Hér að neðan má finna bæklinga og tól sem hjálpa þér með nýja baðherbergið frá upphafi til enda.
Baðherbergisbæklingur
Bæklingur með fullt af hugmyndum að baðherbergjum í mismunandi stílflokkum og stærðum. Hér sýnum við allt frá stórum fullbúnum baðherbergjum sem gefa draumunum innblástur til allra litlu aukahlutanna sem auðvelda lífið á baðherberginu og gera það skemmtilegra.
IKEA.is
Á vefnum okkar getur þú fundið fullt af sniðugum lausnum og góðum hugmyndum svo þú fáir sem mest út úr ENHET baðherberginu, hvort sem það er nýtt eða gamalt og þarfnast smá upplyftingar. Þar getur þú einnig fundið fullt af vörum sem þú getur notað til að gera draumabaðherbergið að veruleika.
ENHET uppsetningabæklingur fyrir baðinnréttingar
Leiðbeiningabæklingur fyrir uppsetningu á ENHET baðherberginu veitir þér ýmis ráð og ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig þú setur baðherbergið upp af sjálfsdáðum. Þú finnur hann á vefnum okkar IKEA.is.
IKEA teikniforrit fyrir baðherbergi
Með teikniforritinu okkar getur þú séð um hönnunina. Hannaðu baðherbergið og fleira á einfaldan hátt. Þú finnur teikniforritið á IKEA.is.
Að versla í IKEA
- IKEA vefverslun: Ef þú kemst ekki til okkar er vefverslunin opin allan sólarhringinn. Þú verslar í rólegheitum heiman frá þér og við sendum þér vörurnar. Kíktu við á IKEA.is.
- IKEA verslunin: Kíktu við í verslunina, upplýsingar um opnunartíma má finna á IKEA.is.